Cappuchino Frómas

Innihald:

  • 250ml rjómi
  • 1 egg
  • 2 eggjarauður
  • 3 msk sukrin melis
  • 1 pakki (23gr) Cappuchino Nectar prótein
  • 3 matarlímsblöð
  • 70 ml uppáhellt kaffi 
  • 4 bitar dökkt sykurlaust súkkulaði

Aðferð:

Leggja matarlímsblöðin í bleyti i kalt vatn. Þeyta rjómann þangað til hann er næstum tilbúinn. Hella próteininu út í rjómann og þeyta þar til hann er tilbúinn. Þegar það er tilbúið, kreista allt vatn úr matarlímsblöðunum. Hella uppá kaffi og setja í lítinn pott. Leysa svo matarlímsblöðin alveg upp í kaffinu við smá hita. Þeyta vel saman í annari skál, eggjum og sukrin melis og hella kaffi/matarlímsblöndunni í eggjablönduna á meðan þeytt er. 

Svo í lokin blanda eggjablöndunni varlega saman við rjómann. Passa að það sé alveg blandað saman við rjómann. Hella því svo í skálar eða krukkur. 
Skera svo súkkulaðið í spæni eða bita og dreifa því yfir frómasið.

Láta í kæli yfir nótt eða a.m.k. 4 klst!