Brúnsósa


Innihald:

 • 70gr smjör
 • 70ml avocadoolía
 • 250ml vatn/soð af kjöti
 • 250ml Rjómi / laktósalaus G-Rjómi
 • 1 súputeningur
 • 1 tsk laukduft (má sleppa)
 • 1/2 tsk hvítur pipar
 • 1/2 tsk xanthan gum
 • 1 laukur (má sleppa)
 • 1 msk sósulitur (má sleppa)

 Aðferð:

 1. Hita upp smjör, olíu og steikið laukinn með ef hann er með.
  Hitið þar til laukurinn mýkist og sigtið olíuna og smjörið frá lauknum í sósupott.
 2. (Ef þið sleppið lauknum þá hitið þið upp smjörið og olíuna í sósupotti) 
 3. Setja súputening,krydd, vatn og rjóma saman við og hræra mjög vel.
 4. Sjóðið sósuna niður á háum hita og hrærið vel á milli. Passið að brenna ekki við.
 5. Þegar suðan er komin upp bætið xanthan gum saman við, hrærið vel og leyfið sósunni að malla áfram til að þykkna.

Hægt er að nota þessa sósu fyrir allskonar tilefni, sleppa laukduftinu og nota önnur krydd. Ásamt því að nota soð af kjöti í stað vatns.

Þessi uppskrift er einstaklega góð með steiktum fiskbollum eða hakkabuffi.

Hægt er að útfæra þessa sósu á marga vegu, nota soð af því kjöti sem notað er hverju sinni.