Brie Skyndisnakk

Innihald:

  • 100gr Bónda Brie ostur
  • Krydd að eigin vali, mæli með Piri Piri kryddi frá Pottagöldrum (má sleppa)

Aðferð:

Skerið ostinn í litla ferninga skerið hvítmygluna frá og setjið bitana á smjörpappír. Gott að nota disk undir smjörpappírinn í stað þess að setja beint inn í örbylgjuna. Osturinn er svo hitaður inn í örbylgjuofni í 1 & 1/2 mínútu.

Takið smjörpappírinn af disknum og leyfið ostinum að kólna aðeins.

 

Mjög gott skyndiráð ef maður er sólginn í snakk!