Heit Brauðrúlla
Innihald:
Brauðrúllubrauð:
- 4 egg
- 130gr Rjómaostur
- 1 tsk Vínsteins lyftiduft
- 1/2 msk Psyllium Husk powder
- 1/4 tsk Himalayan salt
Fylling:
- 5 harðsoðin egg
- 110gr Majones
- 60gr Remúlaði
- 1 stk Aspasdós
- 90gr Léttreykt kjúklingaálegg
- 1 tsk Franskt kartöflukrydd frá Pottagöldrum
- Nokkur Himalayan saltkorn
- 1 stk eggjahvíta ofan á brauð
Aðferð Brauðrúllubrauð:
- Aðskiljið eggjahvítur frá eggjarauðum og passið að engin eggjarauða fari með eggjahvítum.
- Þeytið eggjahvítur þar til blandan verður þétt í sér.
- Hrærið eggjarauðum, rjómaost, lyftidufti og salti vel saman með handþeytara.
- Þegar eggjahvíturnar eru orðnar stífar, hrærið þá huskinu vel saman við eggjarauðublönduna og hellið strax saman við eggjahvíturnar og hrærið varlega.
- Reynið að halda sem mestu lofti í deginu og hægt er.
- Dreifið deiginu jafnt yfir smjörpappír á ofnplötu út í alla kanta.
- Bakið við 160 gráður á blæstri í 20-25 mínútur.
- Þegar brauðið hefur kólnað örlítið er gott að leysa það strax fra smjörpappírnum.
- Ef brauðið losnar ekki auðveldlega frá, mæli ég með að baka það í 5-10 mínútum lengur.
Aðferð fylling:
- Skerið eggin og kjúklingaskinkuna í mjög smáa bita.
- Hellið vatninu frá aspasnum og hrærið aspasinn vel saman við eggin og skinkuna.
- Hrærið næst majones og remúlaði saman við þar til allt er vel blandað saman.
- Kryddið, hrærið vel og geymið í kæli í a.m.k. 30 mínutur.
- Hrærið aftur í blöndunni og smyrjið vel yfir allt brauðrúllubrauðið.
- Rúllið brauðinu þétt upp þannig að kanturinn snýr niður.
- Smyrjið einni eggjahvítu yfir brauðrúlluna og bakið í ofni við 200 gráður á blæstri í 20-25 mínútur.