Heit Brauðrúlla

Innihald:

Brauðrúllubrauð:

 • 4 egg
 • 130gr Rjómaostur
 • 1 tsk Vínsteins lyftiduft
 • 1/2 msk Psyllium Husk powder
 • 1/4 tsk Himalayan salt 

Fylling:

 • 5 harðsoðin egg
 • 110gr Majones
 • 60gr Remúlaði
 • 1 stk Aspasdós
 • 90gr Léttreykt kjúklingaálegg
 • 1 tsk Franskt kartöflukrydd frá Pottagöldrum
 • Nokkur Himalayan saltkorn
 • 1 stk eggjahvíta ofan á brauð

Aðferð Brauðrúllubrauð:

 1. Aðskiljið eggjahvítur frá eggjarauðum og passið að engin eggjarauða fari með eggjahvítum.
 2. Þeytið eggjahvítur þar til blandan verður þétt í sér.
 3. Hrærið eggjarauðum, rjómaost, lyftidufti og salti vel saman með handþeytara.
 4. Þegar eggjahvíturnar eru orðnar stífar, hrærið þá huskinu vel saman við eggjarauðublönduna og hellið strax saman við eggjahvíturnar og hrærið varlega.
 5. Reynið að halda sem mestu lofti í deginu og hægt er.
 6. Dreifið deiginu jafnt yfir smjörpappír á ofnplötu út í alla kanta.
 7. Bakið við 160 gráður á blæstri í 20-25 mínútur.
 8. Þegar brauðið hefur kólnað örlítið er gott að leysa það strax fra smjörpappírnum.
 9. Ef brauðið losnar ekki auðveldlega frá, mæli ég með að baka það í 5-10 mínútum lengur. 

Aðferð fylling:

 1. Skerið eggin og kjúklingaskinkuna í mjög smáa bita.
 2. Hellið vatninu frá aspasnum og hrærið aspasinn vel saman við eggin og skinkuna.
 3. Hrærið næst majones og remúlaði saman við þar til allt er vel blandað saman.
 4. Kryddið, hrærið vel og geymið í kæli í a.m.k. 30 mínutur.
 5. Hrærið aftur í blöndunni og smyrjið vel yfir allt brauðrúllubrauðið.
 6. Rúllið brauðinu þétt upp þannig að kanturinn snýr niður.
 7. Smyrjið einni eggjahvítu yfir brauðrúlluna og bakið í ofni við 200 gráður á blæstri í 20-25 mínútur.