Blómkálsgratín
Innihald:
- 2 litlir blómkálshausar
- 1 Hvítlauksostur
- 200ml rjómi
- 1 stk nautakraftur
- 1/2 rauðlaukur
- 1/2 rauð paprika
- 40gr parmesan ostur
- 50gr rifinn ostur
- c.a. 1 msk Töfrakrydd frá pottagöldrum
- Himalayasalt eftir smekk
Aðferð:
Skera blómskálið í litla bita, krydda svo með töfrakryddi og salti eftir smekk og hitið í örbylgjuofni í 4 mínútur aðeins til að mýkja blómkálið. Á meðan þetta er í örbylgjunni er hvítlauksosturinn, nautakrafturinn og rjómi settur í pott og hrært vel saman þar til allt er uppleyst.
Skerið paprikuna og laukinn í grófa bita, dreifið vel úr því á milli blómkálsins. Hella sósunni yfir grænmetið og hrærið vel í.
Hitað í ofni við 210 gráðu hita án blásturs í sirka 15-20 mínútur. Takið gratínið úr ofninum og dreifið rifna ostinum jafnt yfir ásamt parmesan ostinum.
Hitað aftur inn í ofni við sama hita með blæstri í 15 mínutur.
Gott meðlæti með pottréttum, hakkabuffi og fleira.