Blómkáls-Kúskús salat

Innihald:

  • 200gr Blómkál (án stilka)
  • 1 meðalstór tómatur
  • 3 myntulauf (án stilka)
  •  1/2 tsk Ítölsk Hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
  • 1/4 tsk Sítrónupipar frá Pottagöldrum
  • Nokkrir dropar sítrónusafi

Aðferð:

Skerið blómkálið í grófa bita og hakkið það í matvinnsluvél þar til það lýtur út eins og kús kús. Setjið næst krydd, myntulauf og sítrónusafa saman við blómkálið, hakkið þar til myntulaufið er vel hakkað.

Skerið tómatinn niður í mjög smáa bita og hrærið honum vel saman við blómkálið.

Gott meðlæti með fisk meðal annars!