Bláberja-og sítrónukaka

Innihald:

 • 230gr Rjómaostur
 • 160gr Good Good sæta
 • 200gr Íslenskt smjör
 • 9 egg
 • 250gr möndlumjöl
 • 80gr kókoshveiti
 • 2 msk kókoshveiti
 • 2 tsk vanilludropar
 • 3 tsk sítrónudropar
 • 2&1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 300gr bláber

 Glassúr:

 • 3 msk fínmöluð sæta
 • 2 msk rjómi
 • 1-2 msk Sítrónusafi

 Aðferð:

 1. Setjið rjómaost, mjúkt smjör og sætu saman í hrærivél og hrærið þar til það hefur blandast nokkuð vel saman.
 2. Bætið næst eggjum og dropum saman við og hrærið vel.
 3. Hrærið saman þurrefnum (öllum nema 2 msk kókoshveiti) í annari skál og hrærið varlega saman við eggin þar til deigið er orðið jafnt.
 4. Skolið bláberin, stràið 2 msk kókoshveiti yfir þau og veltið þeim vel uppúr kókoshveitinu.
 5. Hrærið þeim varlega saman við deigið.
 6. Setjið deigið í hringlaga kökuform, best væri að það sé hringur í miðjunni á forminu.
 7. Bakið við 200 gráður með blæstri í 1 klst og 15 mínútur. 
 8. Hrærið saman glassúrinn og setjið á volga kökuna.
 9. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en hún er borin fram.