Berja Pie með Karamellupekanbráð
Kökuuppskriftin er frá Lindu Rún lowcarblinda en karamellu pekan bráðin er smá twist frá mér
Innihald:
- 150 gr mjúkt smjör
- 100gr möndlumjöl
- 50gr kókoshveiti
- 100gr sukrin gold
- 1 tsk vínsteinslyftiduft
- 1 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 170gr Brómber
Pekanhnetukaramellubráð
- 70gr pekanhnetur
- 50gr smjör
- 60gr sukrin gold
- 20 ml rjómi
- 20gr Good Good syrup
Aðferð:
Blanda saman öllum hráefnum, nema brómberjum, og hnoða deigið mjög vel þar til það verður jafnt og þétt. Dreifa helming af berjum á botninn á eldföstu formi ( ég notaði stórt brauðform, passa að smyrja það vel áður) og brytja niður 1/2 af deiginu og þjappa að berjunum. Dreifa restinni af berjunum og brytja niður rest af deiginu yfir berin og þjappa örlítið niður.
Setja inn í ofn við 180 gráður án blásturs í 20 mínútur.
Á meðan kakan hitnar er þetta hér gert næst:
Pekanhnetukaramellubráð
Bræða smjör í potti og bæta Sukrin Gold útí og láta suðuna koma upp. Hræra mjög vel í karamellunni. Hella rjóma útí og láta suðuna koma aftur upp. Því næst er bætt pekanhnetunum útí ásamt Sýrópinu. Hræra vel og leyfa þessu að malla á miðlungs hita þar til kakan er búin að vera inní ofni í 20 mín.
Taka kökuna út og hella karamellubráðinnu jafnt yfir og setja aftur inn í ofn á 180 gráður með blæstri í auka 10-15 mínútur.
Láta kökuna kólna áður en hún er borin fram.