Bananabrauð


Innihald:

 • 120gr mjög þroskaður banani (vigta án hýðis)
 • 1 egg
 • 2 eggjarauður
 • 70gr möndlumjöl
 • 50gr hörfræmjör
 • 90gr brætt smjör
 • 75gr Sweet like sugar sæta (fínmala í blandara)
 • 1/4 tsk himalayan salt
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 2 msk Lepicol Husk (psyllium husk trefjar)
 • 3 msk vatn
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn upp í 200 C.
 2. Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið þeim vel saman.
 3. Stappið bananan vel í mauk og setjið í aðra skál. 
 4. Hrærið egg, vatn, vanilludropa og brætt smjörið  við bananamaukið og hrærið vel saman.
 5. Hrærið þurrefnunum saman við smátt og smátt þar til deigið er tilbúið.
 6. Spreyjið formið með kókosolíuspreyji eða bera smjöri í formið og hellið deiginu í formið.
 7. Bakið án blásturs í 30 mínútur, kveikið á blæstri í 10 mínútur (samtals 40 mínútur).
 8. Leyfið bananabrauðinu að kólna í forminu.

**Í stað banana: nota þroskað avocado í sömu hlutföllum og bananabragðefni eftir smekk.