Baja sósa
Innihald:
- 100gr majones
- 100gr 18% sýrður rjómi
- 1 msk lime safi
- 2 tsk Sambal Oelek chili sósa
- 1 tsk Fiesta de Mexico frá Pottagöldrum
- 1 & 1/2 tsk Cumin frá Pottagöldrum
- 1/4 tsk Hvítur pipar frá Pottagöldrum
- Smá Himalayan salt
Aðferð:
Hræra öll hráefnin vel saman. Gott er að leyfa blöndunni að standa í a.m.k. 1 klukkustund áður en hún er borin fram. Hræra vel í áður en hún er borðuð.
Æðisleg sósa með mexíkóskum réttum og Djúpsteiktum Þorsk.