Avocado Kjúklingasalat
Innihald:
- 110gr krydduð og ofnbökuð úrbeinuð kjúklingalæri
- 4 harðsoðin egg
- 1 stórt þroskað avocado
- 1 smátt skorin sellerístöng
- 150gr majones
- 1/2 msk Franskt kartöflukrydd frá Pottagöldrum
- 1 tsk Fiesta de Mexico frá Pottagöldrum
Aðferð:
Skera egg, kjúkling, avocado og sellerí í smáa bita.
Hrærið kryddum vel saman við majonesið og hrærið að lokum saman við hráefnin.
Gott að leyfa salatinu að standa í a.m.k. Klukkutíma og hræra vel því áður en það er borið fram.
Mjög gott meðlæti á Hrökkbrauð eða ferskt Hvítkálsblað.