Avocado Franskar

Innihald: 

  • 1 meðalstórt Avocado
  • 1 egg
  • 50gr Kirkland Parmesan ostur
  • 1 msk Töfrakrydd frá Pottagöldrum

Aðferð:

    

Blandið vel saman parmesanosti og töfrakryddi í skál og hrærið léttilega í egginu í annari skál. Skerið Avocadoið í sneiðar/bita, veltið hverjum bita uppúr egginu og síðan velta bitanum til með matskeið uppúr ostablöndunni. 

   

Raðið á ofnplötu með smjörpappír og bakið við 180 gráður í 20-25 mínútur. 

Ótrúlega gott með Hamborgara án brauðs og njóta með góðri kokteilsósu!