Avocado Brúnkur með Saltkaramellu
Innihald:
- 220gr Þroskuð avocado (2 stór)
- 1 tsk vanilludropar
- 1 tsk skyndikaffiduft
- 5 msk rjómi
- 30gr hreint sykurlaust kakó
- 8 dropar English Toffee steviu dropar
- 80gr íslenskt smjör
- 2 egg
- 70gr möndlumjöl
- 20gr kókoshveiti
- 1/2 tsk matarsódi
- 1 & 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
- Nokkur Himalayan saltkorn
- 70gr Sukrin gold
- 100gr sykurlausir súkkulaðibitar (85% Cavalier súkkulaði fæst hjá Systur og Makar og Nettó m.a. eða Lily’s sweets baking chips fást á Iherb)
Saltkaramella:
- 60gr Íslenskt smjör
- 120gr Fiber Gold sýróp
- 300ml rjómi
- 1/2 tsk Himalayan salt
- 6 dropar English Toffee Steviu dropar
Aðferð:
Karamellan:
- Bræðið smjör og sýróp saman á pönnu og leyfið því að þykkna og dökkna aðeins við hátt hitastig (var með á stillingu nr 8 á keramik)
- Þegar blandan er orðin örlítið þykk er rjómanum hellt saman við og blandan hrærð vel saman þar til hún er orðin jöfn. Lækkið hitann niður örlítið (niður í 6 á keramik), setjið salt og stevíudropa saman við og hrærið vel.
- Leyfið blöndunni að malla í sirka 10 mínútur og hrærið reglulega á milli.
- Þegar karamellan er orðin að sósu og þekur skeið auðveldlega er helmingnum hellt yfir í plast ílát sem þolir mikinn hita (ég notaði sprautubrúsa).
- Leyfið restinni að malla og stífna í sirka 20 mínutur, hellið því yfir í form eða á smjörpappír og kælið í kæli í minnst klukkutíma.
Deig:
- Bræðið saman súkkulaðibita og smjör við vægan hita þar til súkkulaðibitarnir hafa leyst alveg upp.
- Setjið Avocadoin í matvinnsluvél þar til þau eru alveg maukuð og hellið yfir í hrærivél.
- Hellið súkkulaðinu saman við avocadoið og hrærið vel.
- Setjið næst eggin saman við og þeytið vel.
- Leysið skyndikaffiduft upp í rjómanum og hellið saman við deigið.
- Þurrefnunum er létt hrært saman og bætt saman við deigið og þeytt vel.
- Smyrjið kökuform með smjöri eða spreyjið með kókosolíu. Dreifið úr deiginu jafnt í öll horn.
- Þegar karamellan er orðið stíf, skerið í litla bita og dreifið jaft yfir deigið og þrýstið ofan í deigið. Einnir er gott að dreifa nokkrum súkkulaðibitum yfir.
- Bakið við 180gráður á blæstri í 25-30 mínútur.
- Leyfið brúnkunum að kólna örlítið.
Berið fram með þeyttum rjóma og karamellusósu.
Hægt er að sjá myndskeið af því hvernig Karamellan er elduð inná Instagram mínu---> ally.lagkolvetna.godgaeti