Nautagúllas

Innihald:

 • 600gr nautagúllas
 • 2 rauðlaukar
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 2 dl vatn
 • 1 msk þurrkað kóríander
 • 1 msk reykt paprikukrydd
 • 1/2 msk karrí
 • 1/2 msk hvítlauksduft
 • 1/2 msk season all
 • Avocadoolia til steikingar

Aðferð:

 1. Skera gúllasið í enn smærri bita og laukinn í hálf grófa bita.
 2. Hita olíu í potti og setja kjötið og laukinn ofan í og hræra örlítið.
 3. Setjið lok yfir pottinn og hitið á næst hæsta hita þar til það myndast ljós húð á kjötið.
 4. Setjið allt krydd ofan í pottinn og látið malla í ca 5 mín og hræra vel.
 5. Hellið næst vatni við og làtið kjötið sjóða í 15-20 mínútur eða þar til næstum allt vatn er gufað upp.
 6. Hellið síðast hökkuðu tómötunum saman við, hrærið vel saman við kjötið og látið standa í nokkrar mínútur.

Gott að bera fram með Blómkálsmús og toppa með sýrðum rjóma, rifnum osti og parmesan.