Aspassalat

Innihald:

 • 1 dós grænn aspas í dós
 • 6 harðsoðin egg
 • 1 bréf reykt kjúklingaskinka
 • 150gr Majones
 • 30gr remúlaði
 • 1 & 1/2 msk Eðalkrydd frá Pottagöldrum
 • 1 tsk Himalaya salt fínmalað

 Aðferð:

 1. Hellið öllum vökva frá aspasnum (Ef aspasinn er harður, takið hörðu partana af aspasnum í burtu) og kreistið mest allan vökva úr.
 2. Skerið harðsoðnu eggin í smáa bita saman við aspasinn.
 3. Hrærið majonesinu og remúlaðinu saman við og hrærið vel.
 4. Skerið kjúklingaskinkuna í smáa bita og blandið vel saman við.
 5. Kryddið og smakkið til eftir smekk.
 6. Gott er að leyfa salatinu að standa í kæli í klukkutíma og hræra í því áður en það er borið fram.

Gott er að útbúa Vöfflur án sætuefna og bæta kryddi við í staðinn, búa til Oopsie brauð eða njóta salatsins ofan á hvítkálsblaði.