Uppruninn, ástæðan & tilgangurinn!

Sæl verið þið öll! 

Lengi hefur mig langað til þess að opna blogg eins og þetta. Einn vettvang fyrir það sem ég geri í mínum frítíma þ.e. búa til uppskriftir og fræða fólk um Lágkolvetna Mataræði, eftir því sem ég best veit og kann!

Ég ákvað að slá til eftir dálitla umhugsun og ákveðna hugmynd sem ég fékk frá einni kærri vinkonu. 

Upphafið á þessari vegferð minni var sú að ég var búin að ná botninum í vanlíðan. Var nýkomin úr vansælu sambandi og heimsótti hjartalækni í byrjun febrúar 2017 sem sagði mér mjög blíðlega til syndanna. Hann sagði mér einfaldlega að ef ég myndi ekki gera neitt í mínum málum héðan af, þá myndi ég verða eilífðar sjúklingur.

Já nei, það er eitthvað sem ég var ekki tilbúin í. Heldur betur ekki... 

Ég stóð eftir þennan tíma með blað í höndunum og á þessu blaði voru tillögur af mat sem ég átti að reyna að tileinka mér að borða og ekki borða. Þar upp talið var meðal annars: 

Smjör, hollar olíur, feitt kjöt, feitur fiskur, grænt grænmeti en sleppa sykri, hveiti, kartöflum og almennt allri sterkju. Ég hafði fengið svona blað áður, ég vissi þetta alveg, ég var búin að heyra þetta frá fleirum læknum... En þrjóski heilinn á mér, meðtók þetta ekki fyrr en á þessum tímapunkti. 

Það var þá sem ég fór á stúfana, vansæl, alltof þung, með PCOS-fjölblöðru heilkenni, áunna sykursýki og ofan á allt komin á blóðþrýstingslyf við of háum blóðþrýstingi.... 29 ára gömul Takk fyrir! 

Ég las mér til um Lágkolvetna Mataræði, mataræði sem ég var gjörsamlega á móti vegna þess að heilinn.. hann þarf kolvetni... var mín vitneskja eftir minn lærdóm í næringarfræði...Allan þennan lærdóm sjáiði til... það er ekki eins og ég sé einhver næringarfræðingur, þó það hafi verið dálítill draumur að verða slíkur í framtíðinni.  En ég ákvað að taka hausinn alveg alla leiðina út úr rassgatinu og byrjaði að meðtaka það að Lágkolvetna mataræði, væri ekki eins slæmt og ég var búin að ímynda mér. 

Leiðin lá norður á Akureyri í heimsókn til vinkonu minnar sem bjó þar og var í námi. Hún og maðurinn hennar voru að þreifa sig til í lágkolvetna mataræði svo það hentaði mér afskaplega vel, þó maður hafi nú kannski ekki verið 100% lágkolvetna þessa helgi. En það var þar sem ég kynntist síðunni Diet Doctor. 

Eftir þessa ferð fór ég heim, las mig máttlausa af Diet Doctor og  byrjaði eftir þeirra uppskrift. Ég hreinsaði allt úr skápunum mínum, allt sem innihélt meira en 5gr af kolvetnum í 100gr fékk að fjúka í ruslið og á kærkomna staði þar sem kolvetnin voru allsráðandi (ef ég hugsa til baka, þá hefði ég viljað henda þessu bara öllu í ruslið vegna þes að þessar vörur gera engum gott). Ég var hvort eð er að fara að flytja, þurfti að losa mig við hluti. 

Við tók að kaupa allt nýtt. Það var dýrt en það hjálpaði mér að byrja. Svona hreinsun er góð fyrir alla. Henda því gamla, inn með það nýja. 

Fyrsta vikan var hræðileg, ég var eins og hinn versti eiturlyfja fíkill, sólgin í minn sykur! En þetta var fljótt að venjast. 

Ég eyddi öllum mínum frítíma í að skoða uppskriftir á Pinterest, notaði síðuna hennar Maríu Kristu óspart og byrjaði að þróa mínar eigin uppskriftir í framhaldi.

Í vinnuna kom ég vopnuð þessu gúrmei nesti sem ég var svo stolt af, Oopsie brauð með eggjasalati og stökku beikoni í morgunmat. Hvítkáls"pasta" með öllu tilheyrandi í hádegismat og kaffi með kókosolíu og rjóma á milli. Svona rúllaði maður í langan tíma, auðvitað ekki alltaf það sama á hverjum degi, en svona upp til hópa var þetta uppáhaldið. 

Ég kynntist bara nýrri matarmenningu! Það leið ekki langur tími þar til ég fór að sjá að úrvalið af mat var mikið meiri en áður. Það var og er svo mikið sem ég GET borðað. Þannig fór ég að hugsa: ekki hvað ég get ekki borðað, þó það hafi nú verið alltaf bakvið eyrað og er enn, heldur hvað ég GET borðað.

Það var þá sem ég stofnaði Facebook síðuna Lágkolvetna Góðgæti, mín eigin uppskriftasíða og í framhaldi af því opnaði ég Snap Chat aðganginn minn fyrir almenning.  

Fljótlega fór að sjá á mér og nokkrum mánuðum seinna, með tilheyrandi "svindli" í þeim 8 utanlandsferðum sem ég fór þetta árið 2017, var ég ekki bara 20 kílóum og um 80 cm léttari heldur kynntist ég óvart ástinni í lífi mínu. 

2017 var súrsætt, meira sætt og að mestu leyti án sykurs!

Þennan tíma sem ég var að byrja, þá bjó ég hjá mömmu minni þar sem næstum öll systkini mín og frænkur bjuggu líka sem voru ekki á þessu mataræði. Þau borðuðu allt sem ég eldaði, en voru með sín kolvetni á glámbekk. Það atriði, hjálpaði mér helling. Því það er mín kenning, að þú stenst engar freistingar ef þú forðast þær alltaf. Þú getur ekki forðast freistingarnar, hvað ætlar þú að gera þegar löðrandi og sykraða margengstertan starir framan í þig og þú engan vegin undirbúin? Búin að forðast freistinguna allan tímann. 

Þú ætlar að vera vopnuð marengstertu sem inniheldur engan sykur, heldur náttúruleg sætuefni. Maður þarf að stara þennan fjanda niður og byggja upp sjálfsagann í leiðinni!

Þetta tekur allt sinn tíma, þetta er lífsstíls breyting, þetta er ekki megrunarkúr. 

 Í dag stend ég frammi fyrir ykkur, sem hafið áhuga á því sem ég geri, og segi við ykkur að það ER hægt að breyta um lífsstíl. Það er hægt að halda sig við hann og tileinka sér hann, þrátt fyrir að aðrir á heimilinu séu ekki á sama máli. Þetta verður að vera ákvörðun fyrir mann sjálfan. Nú er ég 27 kílóum léttari, búin að losa mig við rúmlega meter í ummál, er lyfjalaus og er vegferðin hvergi nærri búin! Þetta er lífsstílsbreyting til frambúðar.

Markmið mitt með þessari síðu en að vera innan handar og veita ykkur fræðslu, og það sem skiptir mig máli, er að þessar upplýsingar verða á íslensku. Ég mun að sjálfsögðu styðjast við aðrar erlendar síður og afla mér réttra upplýsinga til að miðla áfram til ykkar. 

Þetta er fyrst og fremst áhugamálið mitt og á meðan ég veit af því að mínar upplýsingar, mínar uppskriftir og mín hvatning til ykkar er að gera gott, þá veit ég að ég er að framfylgja mínu markmiði! 

Takk fyrir að lesa! Ég kveð ykkur með reynslusögu minni sem vonandi fær einhvern þarna úti til að taka ákvörðun að breyta lífi sínu til hins betra! 

„Ég var á þunglyndislyfjum, lyfjum við áunninni sykursýki og blóðþrýstingslyfjum – ekki orðin þrjátíu ára gömul“

-

Allý 

 

 

 

 

19 comments

 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxicillin On Line Amoxicillin Online sow.gklo.lagkolvetnagodgaeti.is.fau.yz http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  anucexeweyo
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxicillin 500mg Capsules Buy Amoxicillin Online roa.zujy.lagkolvetnagodgaeti.is.vmj.ia http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  ihelawode
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Buy Amoxicillin Buy Amoxicillin Online lwa.nwos.lagkolvetnagodgaeti.is.lxc.ib http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  overhufoxoiy
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxil Amoxicillin Without Prescription qgc.psdz.lagkolvetnagodgaeti.is.fst.zj http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  amdeqanradiai
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxicillin Online Amoxicillin Online kqa.zxjv.lagkolvetnagodgaeti.is.xib.jf http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  arfedimul

Skilja eftir athugasemd

Nafn .
.
Skilaboð .