Jóla og Nýjárskveðja

Sæl verið þið öll! 

Nú er margskonar staða á fólki yfir hátíðarnar, bæði heima og að heiman, að leyfa sér og ekki leyfa sér.

Eins og mörg ykkar hér vitið þá er ég stödd á Kanarí yfir jól og áramót. Ég ákvað mjög snemma að ég myndi leyfa mér hvað sem ég vildi ef þörfin myndi banka uppá, sem hún svo sannarlega gerði/gerir með tilheyrandi bjúg og samviskubiti í kjölfarið.

Bjúgurinn er stærri en þetta samviskubit, það skal ég segja með sannindum!

En þrátt fyrir þetta, þá gengur lífið sinn vanagang daginn eftir.

Við getum að sjálfsögðu valið betur inná milli, hent í eina létta göngu á milli jólaboða til að hressa mann við. Sem maður mælir alveg klárlega með!

Við getum bara lifað einn dag í einu! Njótum matarbitans, njótum nammibitans, njótum jólaölsins og njótum augnablikana!

Þessi bjúgur fer á endanum, tökum bara upp þráðinn þar sem við skyldum hann eftir þegar við erum búin að njóta. Það ætla ég að gera!

Janúar er mikill mánuður hjá fólki sem vill taka af sér desember slenið. Sleppum því og gætum frekar að því hvað við borðum á milli nýjárs og jóla heldur en það sem við borðum á milli jóla og nýjárs!

Ég mæli með lífsstílsbreytingu fram yfir skammtíma skyndilausn!

Ég vil með þessum pósti óska ykkur Gleðilegrar Hátíðar, farsældar á komandi nýju ári og þakka fyrir þessar glæsilegu móttökur með síðuna mína, snappið mitt og stuðningsgrúppuna okkar  á árinu sem er að líða ❤️

Mig hlakkar einstaklega mikið til nýrra tækifæra sem munu koma með nýju ári!

Kærleikskveðja,

Allý

www.lagkolvetnagodgaeti.is

3 comments

  • http://mewkid.net/when-is-xuxlya/ – Amoxicillin Without Prescription Amoxicillin Online stu.zaui.lagkolvetnagodgaeti.is.hss.xb http://mewkid.net/when-is-xuxlya/

    ibuqiabouwz
  • http://mewkid.net/when-is-xuxlya/ – Buy Amoxil Online Amoxicillin Without Prescription ffq.ovyz.lagkolvetnagodgaeti.is.yiy.ia http://mewkid.net/when-is-xuxlya/

    ukilgiveleyuj
  • Þakka þér fyrir frábæra síðu, ég er byrjandi á kákolvetna fæðu og þykk fegins allar svona góðar upplýsingar og uppskriftir👍😘

    Elínborg Ellertsdóttir

Skilja eftir athugasemd

Nafn .
.
Skilaboð .