Hvernig á ég að byrja?

Ég vil byrja þennan póst á því að þakka kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar með síðuna, það er margt í vændum hjá mér varðandi þessa síðu og hlakkar mig til að segja ykkur frá því smátt og smátt með tímanum. 

Þessi póstur átti að vera kominn fyrir löngu en ég held ég sé búin að skrifa hann upp nokkrum sinnum en alltaf komin vel út fyrir efnið!

Ég hef fengið margar fyrirspurnir varðandi það hvernig best sé að byrja á þessu mataræði. Ég skal segja ykkur það hér og nú, það er engin ein rétt leið EN ég ætla að deila með ykkur hvernig mér fannst best að byrja.

Eins og fram kom í síðasta pósti þá kynntist ég Diet Doctor fljótlega eftir að mér var sagt til syndana af hjartalækni með mataræðið mitt og fór ég gjörsamleg a eftir hans leiðbeiningum.

Margir hafa einnig "kvartað" yfir því að það séu ekki til nægilega góðar upplýsingar á okkar góða máli; íslensku. Ég er mjög sammála þegar það kemur að því, en málið er bara að þetta er nýjung (ef maður á að segja það) hér á landi þegar það kemur að því að tileinka sér Lágkolvetna lífstíl.

Málið er að lágkolvetna lífsstíll er ekkert nýr á nálinni. Hér fyrir mörgum árum, áður en allt varð söðlandi í sykri og fitulausum vörum, þá borðaði maðurinn lágkolvetna mataræði og var það bara venjulegt mataræði. Nútíma mataræði sem í dag telst "venjulegt" hefur æxlast því miður í það að vera fitulaust og sykur mikið, sem er að drepa mannkynið. Í orðsins fyllstu merkingu.

Tilgangur lágkolvetna mataræðis er að skipta út kolvetnum fyrir alvöru mat í formi hollra fita, próteina og grænmeti. Þetta er svo einfalt og ávinningurinn ótrúlegur!

Markmiðið er að reyna að elda í sem fæst skipti, elda stærri máltíðir sem duga í fleiri skipti fyrir máltíðir í vikunni.

Sem dæmi að elda Lasagna sem eru sirka 6 skammtar. Ef þið eruð tvö í mat, þá er hægt að nota afganginn í hádegismat daginn eftir og kvöldmat daginn eftir það. Hljómar það ekki nokkuð vel, að elda einu sinni fyrir máltíðir næstu tvo daga? Það finnst mér!

Málið er bara að maður miklar þetta svo mikið fyrir sér! Trúið mér, ég gerði það líka. En þetta komst allt saman upp í sinn vana. Núna rúmlega einu og hálfu ári seinna, get ég ekki hugsað mér annan lífstíl.

Ef ég sé fram á það að hafa ekki tíma í vikunni til þess að elda, þá tek ég frá tíma í þeim degi sem ég hef tíma til að elda fyrir tímana sem ég hef ekki tíma. Hvað eru margir tímar í því? Þetta snýst um að hagræða, maður gleymir stundum að matur geymist í kæli í nokkra daga.

Þú getur eldað morgunmat á sunnudegi fyrir alla daga vikunnar, þetta ferli þarf svo innilega ekki að vera flókið.

Þú þarft ekki að vera á ströngu Keto mataræði til þess að breyta lífsstíl þínum í lágkolvetna mataræði. Það eru til fjölmargar leiðir innan lágkolvetna mataræðis. Í grunninn er þetta skipt í þrennt:

 

Keto er 0-20gr kolvetni á dag
Moderate er 20-50gr kolvetni á dag
Liberal er 50-100gr kolvetni á dag
Þá er bara spurning hvaða leið hentar þér?

Ég sem dæmi er á Keto vegna þess að ég er glími við offitu og vil ná mér sem næst kjörþyngd og til þess að hafa stjórn á blóðsykrinum. Ég er með sykursýki týpu 2 og er með PCOS fjölblöðru heilkenni. Síðan ég byrjað á þessu mataræði hefur tíðarhringurinn verið reglulegur og ég hef haldið blóðsykrinum í skefjum nánast allan tímann.

Framtíðar markmiðin mín eru þau að komast eins og ég segi sem nálægast kjörþyngd, vera heilbrigð og fara seinna út í það að auka við mig kolvetnin, en ég mun aldrei koma til með að fara yfir 100gr á dag. EN það er hægt að komast á góðan stað, alveg sama hvaða leið þú velur þér innan lágkolvetna mataræðis.

              

Hér er dæmi sem sýnir það að á hverjum disk eru 20gr af kolvetnum. Hvort ætli sé betra?

Tilgangur þessa pósts var að sýna ykkur, sem hafið á huga á því að byrja eða eru nú þegar byrjuð og viljið kannski rifja upp skrefin. Skrefin eru einföld og til þess að byrja þarf maður bara að ákveða!

Skrefin:

 1. Ákveða tímasetningu (Hvenær ertu að hugsa um að byrja, mæli með strax!)
 2. Ákveða hvenær skal undirbúa (skoða uppskriftir, hvað hentar )
 3. Ákveða hvað skal undirbúa
 4. Segja öðrum frá (fjölskyldumeðlimum og vinum)
 5. Hreinsa út (ef möguleiki, t.d. ef allir á heimilinu ætla að taka þátt)
 6. Versla
 7. Taka frá 2-3 tíma daginn áður en þú ætlar að byrja (mæli með sunnudegi)
 8. Byrja!

Í einu samtali sem ég hafði við eina manneskju um daginn varðandi það að fresta lífsstílnum vegna uppákomum næstu daga jafnvel vikur. Það er ekki afsökun að fresta þínu líferni fyrir skammtíma gleði. Það er hægt að hagræða lífefni þínu að aðstæðum. Það er engin skömm í því að vera að þjálfa upp aga sinn með því til dæmis, að mæta í veislur eða aðrar uppákomur með sitt eigið gúmmelaði. Yfirleitt þegar ég fer í veislur, eða aðrar uppákomur þá kem ég með mitt eigið og ég hef aldrei lent í því að verða fyrir einhversskonar áreiti vegna þess, hef bara fengið hrós fyrir það að geta staðið yfir öllum þessum sykruðu rjómatertum og ekki fengið mér.

Þetta er lífsstíll sem fólk verður að tileinka sér til frambúðar, þetta er ekki megrunarkúr.

Ég gæti talið upp endalausar ástæður fyrir því að þú ættir að breyta lífsstíl þínum í að hætta öllum sykri, hveiti og almennri sterkju í mat en það er efni í annan pistil. 

Hér er mynd af vörum sem við sjáum í daglegu mataræði, þetta er kolvetna innihaldið í 100gr/100ml af vörunni.

Það er ekkert grín að missa heilsuna! Þú kannski hugsar, æjjj þessi lífsstíll er svo dýr! En hvað ætli það kosti þig að missa heilsuna alfarið??

Ég get fullvissað þig um það að það kostar meira að missa heilsuna, en að breyta um lífsstíl til hins betra.

Hvort ætli sé betra?

Með mataræðinu er hreyfing algjörlega eitthvað sem maður á að tileinka sér með. En ég mæli með að ná stjórn á mataræðinu áður en maður fer geist í líkamsrækt.

Göngur og léttar æfingar eru alltaf kærkomnar, en að vera stressaður yfir því að vera að hreyfa sig endalaust daglega samhliða því að vera að ná stjórn á mataræðinu, getur hent manni út fyrir sporið. Takið eitt skref í einu. Þess vegna prufa að taka út sykur og hveiti, bætið við grænmeti og hollum fitum og þið munið sjá árangur.

 Þetta snýst um hugarfar, við þurfum að breyta hugarfarinu okkar!

 Ég vil góðfúslega benda á það að ég er ekki menntuð í þessum fræðum en allar mínar upplýsingar, mín kennsla og myndir eru teknar af Diet Doctor sem er síða rekin af læknum og næringarfræðingum. Ég mæli með að þið gefið ykkur tíma til þess að stofna aðgang inná Diet Doctor, fyrsti mánuðurinn er frír og um 1000kr aðgangsgjald á mánuði eftir það.

Þar er fjöldinn allur af uppskriftum og fróðleik um þetta mataræði. Það er að vísu allt á ensku en ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að skilja eftir comment við þennan póst!

Kveðja þessi sem er lyfjalaus og læknar sjálfa mig með mataræðinu einu að vopni!

Allý

 

25 comments

 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxil Dose For 55 Pounds Buy Amoxicillin Online xqa.xyla.lagkolvetnagodgaeti.is.ltd.we http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  oxotiln
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxicillin Online Amoxicillin 500mg Capsules odf.frni.lagkolvetnagodgaeti.is.wnf.ne http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  epizvir
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxicillin No Prescription Amoxicillin Online gnl.udgo.lagkolvetnagodgaeti.is.sxn.ei http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  emucuca
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxicillin No Prescription Amoxicillin eke.mvvq.lagkolvetnagodgaeti.is.zek.me http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  junagugaego
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Buy Amoxicillin Online Buy Amoxicillin Online bee.furm.lagkolvetnagodgaeti.is.ekv.im http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  uegorapi

Skilja eftir athugasemd

Nafn .
.
Skilaboð .