Er veisla á næsta leyti?

Þessi póstur hefur verið örlítið erfiður í fæðingu vegna ýmissa aðstæðna síðastliðnar vikur, lífið, vinnan, leti og fleira!

Það er bara hið besta mál, við segjum bara betra seint en aldrei!

Bloggið hennar Maríu Kristu Fáðu þér, það eru einu sinni jól! hrynti mér aðeins í gang með að klára þennan póst .

Annars fékk ég skilaboð frá mágkonu minni um daginn sem spurði mig hvort það væri nokkur möguleiki á því að að ég gæti gert köku fyrir afmæli barna þeirra hjóna, köku sem myndi henta fólki á lágkolvetna mataræði, vegna þess að þar voru fleiri en bara ég að fara að mæta, sem voru á lágkolvetna mataræði.

Þeir sem þekkja mig hvað best vita það að ég hef gríðarlega gaman af því að bæði elda og baka, sérstaklega fyrir aðra en mig sjálfa!

Ég sló til að sjálfsögðu!

Kakan sem ég bakaði var skúffukökuuppskriftin hennar Maríu Kristu hjá Systrum og Mökum og fékk ég leyfi frá henni til þess að birta uppskriftina hér í þessu bloggi.

Þar sem mér finnst stundum gaman að gera eitthvað aðeins öðruvísi þá ákvað ég að gera örlítinn twist á á kökuna. Ég gerði eina og hálfa uppskrift af skúffukökuuppskriftinni, bæði af kökunni og kreminu.

Hér er uppskriftin í heildsinni eins og ég gerði hana:

Innihald:
1 & 1/2 msk skyndikaffi
150 gr kókoshveiti
105 gr kakó
1 & 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 & 1/2 tsk matarsódi
120 gr sukrin gold
120 gr Good good sæta
240 gr Majones
250 ml vatn
9 egg
1 & 1/2 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
Krem:
345 gr mjúkt smjör (ekki brætt)
3 msk rjómi
1 msk instand kaffiduft
120 gr fínmöluð sæta
3 msk kakó
Milli botnanna og skreyting:
Kremið
4 msk Jarðaberjasulta frá Good Good
Jarðaber eftir smekk
 
Aðferð:
Blanda sætu og eggjum saman, síðan majonesi og að lokum restinni af uppskrift. Kakóið fer síðast út í og síðan er öllu blandað vel saman. Gott er að leysa kaffiduftið upp í vatninu áður en því er hellt saman við restina af hráefninu.  Ég skipti deiginu upp jafnt á milli tveggja jafn stórra hringlaga silicon forma.
Bakað í 170°hita í um það bil 30 mín. Munið að smyrja kökuformið vel að innan með smjöri. Botnarnir eru klárir þegar það er stungið hníf í miðjuna og hnífurinn kemur upp þurr.
Á meðan botnarnir bakast er blandað saman í kremið. Gott er að leysa kaffiduftið upp í rjómanum. Allt hráefni er sett  í hrærivél og blandað vel saman. Gott er að skafa skálina örlítið með sleif og leyfa hrærivélinni að ganga svo örlítið lengur. Það er mjög mikilvægt atriði að þið leyfið botnunum að kólna alveg áður en kremið er sett á. Þegar botnarnir eru tilbúnir, þá eru þeir teknir úr formunum og settir á diska. Mér finnst mjög gott að setja þá inn í kæli svo þeir verði fljótari að kólna.
Þegar botnarnir eru alveg kældir, þá er kreminu smurt á bæði á hliðarnar og yfir botninn. Jarðaberjasultan er svo smurð jafnt yfir kremið og annar botninn settur yfir. Smyrjið kremi yfir allan botninn og sléttið úr því. Skreytið svo kökuna með restinni af kreminu og niðurskornum jarðaberjum.

 

Þessi kaka er skotheld í veislur og mæli ég hiklaust með því að þið kíkið á síðuna hjá Systrum og Mökum, lesið bloggið og verslið ykkur uppskriftaspjöldin frá Maríu Kristu. Þessa skúffukökuuppskrift er einnig að finna í Uppskriftapakka nr 5Mæli einnig með að þið kíkið inná gamla bloggið hennar, þar er heill hellingur af uppskiftum og fróðleik um Lágkolvetna mataræði. 

María Krista er stór ástæða fyrir því að ég hef haldið mér á þessu mataræði frá því að ég byrjaði. Ég fjárfesti nefnilega í bókinni hennar á sínum tíma og hefur þessi uppskriftabók, ásamt uppskriftabloggi hennar, komið mér í gegnum ansi margt og síðast en ekki síst veitt mér innblástur í að útbúa mínar eigin uppskriftir og fleira.

Ásamt þessari köku gerði ég brauðrétt sem vakti heldur betur mikla lukku!

Uppskrift af brauðréttinum er að finna Hér.

Þvílík lukka að fara í afmæli og geta fengið sér kræsingar með góðri samvisku, án þess að þurfa að bregða sér frá á salernið, drepast úr samviskubiti, tilheyrandi flensueinkenni, já eða bara allt þetta upptalda! 

Ekki deyja ráðalaus og freistast til að demba þér ofan í óhollustuna þegar þú getur gert eitthvað sem hentar þér, fyrirhöfnin er ekkert meiri en venjulega. Bara önnur og hollari hráefni.

Þegar ég fer í veislur yfir höfuð geri ég aldrei ráð fyrir því að það verði eitthvað á boðstólnum sem ég gæti fengið mér. Það væri náttúrulega óskandi að allir hugsuðu eins og væru ekkert að vesenast með þennan sykur með öllu. En því miður er málið ekki svoleiðis ennþá, þrátt fyrir að margir séu að vakna með komandi vitundarvakningu. Ég geri alltaf ráð fyrir því að ég þurfi að mæta södd, með nesti eða já bjóðast til að mæta með eina sæta köku í boðið.

Breytum þessum hugsunum okkar! Breytum þeirri hugsun að við getum ekki staðist freistingar, að við bara verðum að fá okkur þennan sykur sem starir  okkur niður eins og lífið lægi við.

Það er mitt val að sleppa sykrinum og vona ég með þessum skrifum að það fái þig til að gera slíkt hið sama! 

Það eru til svo ÓTAL margar vörur, margar uppskriftir og fleira sem henta og láta manni ekki líða líkamlega illa!

Ef ykkur vantar innblástur í hollari veislur, kaffiboð eða eitthvað slíkt kíkið þá á eftirfarandi hér á síðunni minni

Kökur og Eftirréttir

Snakk & Kex

Salöt

Þar eru góðar uppskriftir af kræsingum í veislur  sem enginn þarf að sjá eftir ofan í sig.

Ég henti út í kosmósinn um daginn að desember mánuður hjá mér verður ekkert öðruvísi en allir hinir mánuðirnir, hann verður sykurlaus, hveitilaus og sterkjulaus.

Markmið desember mánaðar er að finna fleiri staðgengla með jólasteikinni og konfektinu í eftirrétt, því það er hægt!

Þar til næst -- Höldum okkur sykur og vesenislausum! 

Allý!

Ef þér líkar færslan, þá þætti mér afskaplega vænt um að þið mynduð deila á ykkar samfélagsmiðlum!

Bendi ykkur einnig á mína samfélagsmiðla neðst hér á síðunni ❤️

 

 

 

8 comments

 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxicillin No Prescription Amoxicillin No Prescription pzl.kiiw.lagkolvetnagodgaeti.is.pzz.lz http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  apeswjup
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxicillin Amoxicillin Without Prescription pyp.xvxs.lagkolvetnagodgaeti.is.bgi.zi http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  olepuyoxix
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Amoxil Causes Gallstones Buy Amoxicillin jvl.ttuz.lagkolvetnagodgaeti.is.ejc.wu http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  luujiedox
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/ – Dosage For Amoxicillin 500mg Amoxil ynw.kddz.lagkolvetnagodgaeti.is.ggh.cp http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

  baokiloti
 • http://mewkid.net/when-is-xuxlya/ – Buy Amoxicillin Buy Amoxicillin Online ptj.jptf.lagkolvetnagodgaeti.is.mkv.wd http://mewkid.net/when-is-xuxlya/

  aluleybilij

Skilja eftir athugasemd

Nafn .
.
Skilaboð .